27.8.2012

Auglýsing um breytingar á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 innan þéttbýlis í Reykholti í Bláskógabyggð og á Aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015 í landi Stóra- og Litla- Ármóts í Flóahreppi

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar eftirfarandi tillögur að breytingum á aðalskipulagi: Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 innan þéttbýlis í Reykholti í Bláskógabyggð vegna stækkunar athafnasvæðis fyrir dælustöð og breyting á Aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015 þar sem til verður íbúðarsvæði í landi Stóra- og Litla-Ármóts í Flóahreppi í stað landbúnaðar- og frístundasvæðis.

Skipulagstillögurnar liggja frammi til kynningar á skrifstofum sveitarfélaganna og skrifstofu skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar sjálfar http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/. Tillögurnar eru í kynningu frá 16. ágúst til 28. september 2012. Athugasemdir við tillögurnar þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 28. september 2012. Athugasemdir skulu vera skriflegar.


Pétur Ingi Haraldsson
skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.