31.10.2012

Auglýsing um tillögu að Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti 11. október 2012 að auglýsa tillögu að aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er sett fram í greinargerð og á tveimur uppdráttum, sveitaruppdrætti í mkv. 1:50.000 og sveitarfélagsuppdrætti í mkv. 1:200.000.

Framangreind tillaga liggur frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps frá og með föstudeginum 26. október til og með föstudeginum 7. desember 2012. Tillagan eru einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins http://myv.is/.
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugsemdir við tillöguna og er athugasemdafrestur til og með föstudeginum 7. desember 2012. Athugasemdum skal skila til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn eða á netfangið gudrunm@myv.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast henni samþykkir.

Á sama tíma liggja frammi deiliskipulagstillögur Birkilands, sem er frístundabyggð í landi Voga 3 og hótellóðar í landi Arnarvatns.

Skipulagsfulltrúi Skútustaðahrepps.