Mál í kynningu


17.4.2013

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028, efnistaka og varnargarðar í Múlakvísl

Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi skipulagstillögur.

Garðar og Reynisfjara:
Deiliskipulagstillagan nær til um 1 ha lóðar úr landi Garða og um 1 ha úr óskiptu landi Reynishverfisjarða. Afmarkað innan skipulagssvæðisins eru byggingareitir, bílastæði og gönguleiðir.

Reynishólar 2:
Deiliskipulagstillagan nær til stofnunar sumahúsalóðar út úr landi Reynishóla 1. Um er að ræða 7.520 m2 lóð undir sumarhús.

Tillögur þessar liggja frammi hjá fulltrúa skipulags- og byggingarmála í Mýrdalshreppi, Austurvegi 17, Vík og á heimasíðu Mýrdalshrepps, http://www.vik.is/, frá 17. apríl til og með 29. maí. Athugasemdafrestur við tillögur þessar er til 16.00, miðvikudaginn 29. maí. Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar tejast samþykkir þeim.

F. h. skipulags- og byggingarfulltrúa,
Vigfús Þór Hróbjartsson
fulltrúi á sviði skipulags- og byggingarmála
Mýrdals- og Skaftárhreppi.