Mál í kynningu


21.5.2013

Auglýsing um tillögu að Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024

Sveitarstjórn Helgafellssveitar hefur þann 17. júlí 2012 samþykkt að auglýsa tillögu að aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024.
Tillagan ásamt umhverfisskýrslu er auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Aðalskipulagstillagan og umhverfisskýrslan verða til sýnis hjá oddvita Helgafellssveitar, Birkilundi 43, Stykkishólmi og hjá skipulagsfulltrúa Helgafellssveitar, Þórðargötu 18, Borgarnesi, frá 22. maí til 3. júlí 2013. Gögnin eru einnig aðgengileg hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík og á heimasíðu Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur, www.tgj.is/frettir.html.
Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir. Athugasemdir ef einhverjar eru, skulu vera skriflegar og berast oddvita Helgafellssveitar, Birkilundi 43, 340 Stykkishólmi eða skipulagsfulltrúa Helgafellssveitar, Þórðargötu 18, 310 Borgarnesi, eigi síðar en 3. júlí 2013.

Skipulagsfulltrúi Helgafellssveitar