Mál í kynningu


14.6.2013

Auglýsing um breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, reiðleiðir, hafnarsvæði, Hesjuvellir og íbúðarsvæði 3.21.1 ásamt deiliskipulagi

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 7. maí og 4. júní 2013 samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulagstillögur:

Tillögur að breytingum á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
- Breyting er gerð á legu reiðleiða og tengingu þeirra við aðliggjandi sveitarfélög, breytt afmörkun hafnarsvæða og einnig er afmarkað íbúðarsvæði í landi Hesjuvalla.
- Breyting er gerð á íbúasvæði 3.21.1 íb sem er stækkað vestur fyrir Kjarnagötu og að golfvelli. Opið svæði til sérstakra nota minnkar að sama skapi.
 

Tillögu að nýju deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga nr 123/2010.

- Austursíða athafnasvæði. Svæðið afmarkast af Hlíðarbraut, Austursíðu, Síðubraut og nær norður fyrir Hörgárbraut. Í skipulaginu eru m.a. skilgreindir byggingarreitir, nýtingahlutfall og svæði fyrir gáma á lóðum hverfisins.

 

Tillögu að breyttu deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr 123/2010.

- Naustahverfi, svæðis norðan Tjarnarhóls. Svæðið sem breytingu tekur afmarkast af Kjarnagötu, golfvelli og verslunarsvæði Bónus. Gert er ráð fyrir nýrri íbúðargötu og 12 nýjum lóðum alls 36 íbúðum í stað íþróttasvæðis. Innan svæðisins og austan Kjarnagötu er lóð nr. 8-10 við Hamratún þar sem gert ráð fyrir 2 fjölbýlishúsum á 2 hæðum, alls 8 íbúðum í stað tveggja hæða raðhúss með 7 íbúðum áður.

Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, frá 12. júní til 24. júlí 2013 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is/skipulagsdeild undir: Auglýstar tillögur.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16.00 miðvikudaginn 24. júlí 2013 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillögurnar innan þessa frests telst vera þeim samþykkur.

12. júní 2013
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar