Mál í kynningu


7.11.2013

Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020: Axarvegur og hringvegur um Berufjarðarbotn

  • Berufjordur1

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkti þann 17. október 2013 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan tekur til breyttrar legu Axarvegar (veglínu G) milli Háubrekku og Reiðeyrar, breyttrar legu Hringvegar um Berufjarðarbotn milli stöðva 21070 og 17200 og staðsetningar níu nýrra efnistökusvæða í landi Berufjarðar.
Skipulagsuppdráttur ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu mun liggja frammi til kynningar í skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, Djúpavogi og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, frá 6. nóvember til 18. desember 2013. Einnig mun tillagan vera aðgengileg á heimasíðu Djúpavogshrepps: http://www.djupivogur.is/, undir liðnum „Aðalskipulag“.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til sveitarstjóra Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpavogi eða á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is, eigi síðar en 18. desember 2013. Vinsamlegast gefið upp nafn, kennitölu og heimilisfang sendanda innsendra ábendinga og athugasemda. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan gefins frests telst vera henni samþykkur.

Sveitarstjóri Djúpavogshrepps