Mál í kynningu


24.2.2014

Auglýsing um tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018

Tillögur að aðalskipulagsbreytingum:
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með tvær breytingar á aðalskipulagi skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar falla undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgja þeim umhverfisskýrslur.

Miðbær Akureyrar - aðalskipulagsbreyting.
Tillagan gerir ráð fyrir að tákn fyrir nýja strandlínu, útgrafið síki verði fellt úr. Miðbæjarsvæði 2.41.3 M austan Glerárgötu er stækkað lítillega til suðurs. Afmörkun hafnasvæðis 2.41.5 H er breytt. Lega Glerárgötu er breytt lítillega.

Virkjun á Glerárdal, Glerárdalsvirkjun II - aðalskipulagsbreyting.
Tillagan gerir ráð fyrir inntakslóni Glerárvirkjunar II á Glerárdal en auk þess er lega fallpípu sýnd á uppdrætti. Einnig gerir tillagan ráð fyrir nýju iðnaðarsvæði 1.61.6 I og nýju athafnasvæði 1.61.7 A í Réttarhvammi ofan Glerárbrúar.

Jafnframt eru auglýstar deiliskipulagstillögur fyrir sömu svæði

Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum og umhverfisskýrslum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og breytingartillögur aðalskipulagsins hjá Skipulagsstofnun frá 22. febrúar til 6. apríl 2014, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is/skipulagsdeild undir: Auglýstar tillögur.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út sunnudaginn 6. apríl 2014 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

22. febrúar 2014,
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.