Mál í kynningu


27.3.2014

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Kjóastaðir 1

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar eftirfarandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi ásamt tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið:

Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 á spildu úr landi Kjóastaða. Verslun og þjónusta í stað landbúnaðarsvæðis.

Breytingartillagan gerir ráð fyrir að um 12 ha svæði úr landi Kjóastaða 1, spilda með lnr. 220934, breytist í svæði fyrir verslun- og þjónustu þar sem fyrirhugað er að byggja upp ferðaþjónustu. Á svæðinu er gert ráð fyrir tjaldsvæði auk þess sem heimilt verður að reisa a.m.k. 2 hús fyrir gistingu og aðra þjónustu, s.s. veitingasölu. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins er auglýst samhliða.

Skipulagstillagan ásamt tillögu að deiliskipulagi svæðisins liggur frammi til kynningar á skrifstofu Bláskógabyggðar, á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá kl. 9-16 og hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík. Hægt er að nálgast tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.granni.is/uppsveitirogfloahr/auglysingar.htm. Kynningartími er frá 20. mars til 2. maí 2014 og skulu athugasemdir og ábendingar vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eigi síðar en 2. maí 2014.


Pétur Ingi Haraldsson
skipulagsfulltrúi

Hér má nálgast auglýsta tillögu