Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022, tenging iðnaðarsvæða Hverahlíðarvirkjunar og Hellisheiðarvirkjunar
Bæjarstjórn Ölfuss kynnir aðalskipulagsbreytingu á aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 um tengingu iðnaðarsvæða Hverahlíðarvirkjunar og Hellisheiðavirkjunar ásamt umhverfisskýrslu, sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 27. mars 2014.
Samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 er hér kynnt aðalskipulagsbreyting fyrir tengingu á Hverahlíðarvirkjun, lögnum fyrir skiljuvatn og gufu yfir í Hellisheiðavirkjun. Lagnirnar verða ofanjarðar nema við Hringveg nr. 1 og í gegnum hæðarhrygg þar sem gamli vetrarvegurinn er. Lagnirnar fara með Gígahnúksvegi af stað frá Hringvegi og greinist annars vegar niður að skiljustöð ofan Hellisskarðs og hins vegar austar og norðar, niður Hamragil að skiljustöð við Sleggju.
Aðalskipulagsbreytingin liggur frammi til kynningar í Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn á skrifstofutíma frá kl. 9-12 og 13-16. Tillagan verður einnig á heimasíðu Ölfuss. Tillagan er til kynningar frá 2. apríl 2014 til 14. maí 2014. Ábendingar og athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist fyrir 14. maí 2014 til Sveitarfélagsins Ölfuss, b.t. skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.
Sigurður Ósmann Jónsson,
skipulags- og byggingarfulltrúi