Mál í kynningu


15.4.2014

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008-2024, Grófin og Berg

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar auglýsir hér með breytingu á aðalskipulagi skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan fellur ekki undir lög nr. 106/2000 um umhverfismat áætlana, þar sem hún markar ekki stefnu um framkvæmdir sem háðar eru lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

Breyting á aðalskipulagi Grófin og Berg

Breytingin fellst í að miðsvæði er stækkað og íbúðasvæði minnkað. Einnig er sjávarstæði við höfn minnkað og fært til suðurs. Breytingin er sett fram á uppdrætti í mkv 1:17.500 ásamt greinargerð

Tillagan  verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 og hjá Skipulagsstofnun frá og með 16.apríl 2014 til 27.maí 2014. Tillagan er einnig aðgengileg á heimasíðu Reykjanesbæjar,www.reykjanesbaer.isEldri auglýsing um sama efni, sem birtist í Lögbirtingi 19.mars og Víkurfréttum 20.mars sl. Er þar með ógild.                            

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 27.maí 2014. Skila skal inn skriflegum athugasemdum  á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ.

Reykjanesbæ, 10. apríl 2014
Skipulagsfulltrúi

Hér má sjá auglýsta tillögu