Tillaga að Aðalskipulagi Breiðdalshrepps 2018-2030
Athugasemdafrestur er til 11. júní 2018
Breiðdalshreppur hefur auglýst tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Breiðdalshrepp 2018-2030 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga.
Tillagan er til sýnis til 11. júní 2018 á skrifstofu sveitarfélagsins Selnesi 25, Breiðdalsvík og hjá Skipulagsstofnun. Auk þess er hægt að nálgast gögn aðalskipulagstillögunnar á vefnum breiddalur.is
Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu Breiðdalshrepps, Selnesi 25, 760 Breiðdalsvík eða á netfangið hreppur@breiddalur.is eigi síðar en 11. júní 2018.