Mál í kynningu


24.9.2021

Tillaga að Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040

Athugasemdafrestur er til 8. nóvember 2021

  • ASK Fjarðabyggð 2020-2040

Fjarðabyggð hefur auglýst tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Fjarðabyggð, þ.e. Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2020 -2040, samkvæmt 31. gr. skipulagslaga. Tillagan er aðgengileg hjá Skipulagsstofnun, á vef sveitarfélagsins, www.fjardabyggd.is, á bæjarskrifstofum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði og í þjónustugáttum bókasafna sveitarfélagsins. Tillagan er sett fram í greinargerð, á 9 skipulagsuppdráttum og 5 þemauppdráttum, auk umhverfis- og forsenduskýrslu.

Athugasemdir skal senda á netfangið skipulagsfulltrui@fjardabyggd.is eða með bréfpósti til Umhverfis- og skipulagssviðs, bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð, eigi síðar en 8. nóvember 2021.