Mál í kynningu


20.4.2018

Tillaga að Aðalskipulagi Flóahrepps 2017 – 2029, heildarendurskoðun

Athugasemdafrestur er til 31. maí 2018

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur auglýst tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Flóahrepp 2017- 2029 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga.

Tillagan er til sýnis til 31. maí 2018 á skrifstofu sveitarfélagsins í Þingborg, á skrifstofu skipulagsfulltrúa og hjá Skipulagsstofnun. Auk þess er hægt að nálgast gögn aðalskipulagstillögunnar á vefnum www.utu.is.

Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni eða á netfangið berglind@utu.is, eigi síðar en 31. maí 2018.