19.3.2021

Tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040

Athugasemdafrestur er til 27. maí 2021

  • Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040

Kópavogsbær hefur auglýst tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040, samkvæmt 31. gr. skipulagslaga.

Tillagan ásamt umhverfisskýrslu og öðrum gögnum er aðgengileg í þjónustuveri Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1, á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast til skipulagsdeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogur eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is, eigi síðar en 27. maí 2021.