Mál í kynningu


7.4.2022

Tillaga að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036

Athugasemdafrestur er til 18. maí 2022

  • Aðalskipulag Ölfuss 2020-2036

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst tillögu að aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Ölfus, þ.e. Aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga.

Tillagan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins, Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn og hjá Skipulagsstofnun. Auk þess er hægt að nálgast aðalskipulagsgögn á vefnum https://www.olfus.is.

Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á netfangið skipulag@olfus.is eigi síðar en 18. maí 2022.