15.7.2021

Tillaga að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035

Athugasemdafrestur er til 13. september 2021

Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur auglýst tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga.

Tillagan liggur frammi í ráðhúsi sveitarfélagsins, Skagfirðingabraut 21, Sauðárkróki og hjá Skipulagsstofnun. Auk þess er hægt að nálgast aðalskipulagsgögn á vefnum www.skagafjordur.is.

Skila skal athugasemdum í ráðhús sveitarfélagsins, Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkróki, eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is, merkt Aðalskipulag Skagafjarðar, eigi síðar en 13. september 2021.