Mál í kynningu


4.5.2023

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Aðalskipulagi Kópavogs vegna Vatnsendahvarfs/Vatnsendahæðar

Athugasemdafrestur er til 8. júní 2023

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 vegna Vatnsendahvarfs/Vatnsendahæðar, þar sem legu svæða fyrir samfélagsþjónustu (S-27 og S-67), opins svæðis (OP-5.13) og íbúðabyggð (ÍB-6) er breytt og fellt er út verslunar- og þjónustusvæði (VÞ-20). Felld er niður skilgreining tengibrautar á Kambavegi.

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins www.kopavogur.is

Athugasemdir þurfa að berast skriflega til skipulagsdeildar Umhverfissviðs Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en 8. júní 2023