Mál í kynningu


22.9.2017

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar, þétting byggðar við Skarðshlíð og Melgerðisás

Athugasemdafrestur er til 25. október 2017

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna þéttingar byggðar við Skarðshlíð og Melgerðisás. Samtímis er auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir Melgerðisás og Skarðshlíð og breyting á deiliskipulagi Íþróttasvæðis Þórs.

Tillagan er til sýnis í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, á vef sveitarfélagsins og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast skriflega til skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti á skipulagssvid@akureyri.is eigi síðar en kl. 16:00, 25. október 2017.