Mál í kynningu


20.8.2019

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar vegna Krossaneshaga

Athugasemdafrestur er til 25. september 2019

Bæjarstjórn Akureyrar hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna B-áfanga Krossaneshaga. Breytingin felst í að hluti núverandi athafnasvæðis Krossaneshagi AT5, sem liggur sunnan Óðinsness og vestan Krossanesbrautar, er breytt í iðnaðarsvæði I8B.

Tillagan er til sýnis á 1. hæð í Ráðhúsi Akureyrarbæjar, á www.akureyri.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu bæjarstjórnar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti á netfangið skipulagssvid@akureyri.is, eigi síðar en 25. september 2019.