Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrarbæjar vegna íbúðarbyggðar vestan Borgarbrautar og norðan Síðubrautar
Athugasemdafrestur er til 25. apríl 2022
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur auglýst, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Breytingin á við um íbúðarbyggð (ÍB23) vestan Borgarbrautar og norðan Síðubrautar og felst í að þéttleiki íbúðarbyggðarinnar verður 25-30 íbúðir á ha í stað 26 íbúða á ha og viðmið fyrir skiptingu íbúða í fjölbýli og sérbýli breytist. Þá mun Síðubraut verða framlengd um 300 m til suðvesturs og aðveitulögn vatnsveitu hliðrað ásamt því að útivistarleið ofan svæðisins hliðrast lítillega.
Tillagan er til sýnis hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrar, á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is og hjá Skipulagsstofnun.
Samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar er auglýst tillaga að deiliskipulagi Móahverfis skv. 41. gr. skipulagslaga.
Athugasemdum skal skilað í tölvupósti á netfangið skipulag@akureyri.is eða til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri, eigi síðar en 25. apríl 2022.