21.5.2021

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Árneshrepps vegna frístundabyggðar í landi Dranga

Athugasemdafrestur er til 29. júní 2021

  • Drangar, frístundabyggð

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025, vegna frístundabyggðar FS6 í landi Dranga.

Skipulagstillagan verður til sýnis í húsnæði Kaupfélagsins í Norðurfirði, á vef Árneshrepps: www.arneshreppur.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast til skrifstofu Árneshrepps, Norðurfirði, 524 Árneshreppi eða til skipulagsfulltrúa skipulag@dalir.is eigi síðar en 29. júní 2021.