Mál í kynningu


5.9.2017

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar í landi Húsafells 3

Athugasemdafrestur er til 13. október 2017

 

Sveitarstjórn hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 sem felst í því að hluti frístundabyggðar (F1) í landi Húsafells 3 er breytt  í verslun og þjónustu (S8).

Tillagan er aðgengileg á vef sveitarfélagsins og liggur frammi í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast skriflega til Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða með tölvupósti á netfangið, borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en 13. október 2017.