Mál í kynningu


14.4.2021

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar, vegna verslunar- og þjónustusvæðis í landi Stafholtsveggja II

Athugasemdafrestur er til 28. maí 2021

  • Stafholtsveggir

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 þar sem um 4,5 ha af landbúnaðarsvæði verður skilgreint sem svæði fyrir verslun og þjónustu (S11) í landi Stafholtsveggja II. Á svæðinu er gert ráð fyrir ferðaþjónustu með gistingu, veitingasölu o.fl. Ný aðkomuleið að Stafholtsveggjum II mun tengjast núverandi heimreið austan við íbúðarhús Stafholtsveggja I.

Tillagan er aðgengileg á vef sveitarfélagsins www.borgarbyggd.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast til Ráðhúss Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa, eða á netfangið skipulagsfulltrui@borgarbyggd.is, eigi síðar en 28. maí 2021.