Mál í kynningu


17.5.2017

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps

Athugasemdafrestur er til 27. júní 2017

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020, vegna breyttrar landnotkunar í landi Teigarhorns og Djúpavogshrepps við Eyfreyjunes. Færsla Hringvegar nærri bæjarstæði á Teigarhorni og fyrir Eyfreyjunesvík.

Uppdráttur ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu er til sýnis á bæjarskrifstofum að Bakka 1 og hjá Skipulagsstofnun auk þess að vera aðgengileg á vef Djúpavogshrepps.

Athugasemdir þurfa að berast sveitarstjóra Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpavogi eða á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is, eigi síðar en  27. júní 2017.