Mál í kynningu


15.7.2019

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps, áningarstaður ferðamanna í Fossárvík

Athugasemdafrestur er til 23. ágúst 2019

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 vegna afþreyingar- og ferðamannasvæðis (AF) í Fossárvík í stað landbúnaðarsvæðis. Um er að ræða áningarstað fyrir ferðamenn með þjónustuhúsi, stígakerfi, útsýnispöllum og bílastæðum.

Tillagan er til sýnis á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, Djúpavogi og er einnig aðgengileg á heimasíðu Djúpavogshrepps www.djupivogur.is. Tillagan liggur einnig frammi hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast til skipulagsfulltrúa Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpavogi eða á netfangið skipulag@djupivogur.is, eigi síðar en 23. ágúst 2019.