Mál í kynningu


14.3.2018

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps, Bragðavellir

Athugasemdafrestur er til 25. apríl 2018

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 vegna verslunar og þjónustu og stækkunar skógræktarsvæðis á Bragðavöllum.

Tillagan er til sýnis til 25. apríl 2018 á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, Djúpavogi, á heimasíðu hreppsins www.djupivogur.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á sveitarstjóra Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpavogi eða á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is eigi síðar en 25. apríl 2018.