15.4.2016

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðar, göngu- og reiðleið

Athugasemdafrestur er til 20. apríl 2016

  • Reiðleið í Eyjafjarðarsveit

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 vegna gönguleiðar og reiðleiðar milli Akureyrar og Hrafnagilshverfis.

Tillagan er til sýnis til 20. apríl 2016 á skrifstofu sveitarfélagsins, á http://www.esveit.is/ og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 601 Akureyri eða á netfangið esveit@esveit.is eigi síðar en 20. apríl 2016.