30.3.2021

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar, vegna vegtenginga við Hrafnagilshverfi og efnistöku í og við Eyjafjarðará

Athugasemdafrestur er til 27. apríl 2021

  • Hrafnagilshverfi

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018 – 2030. Í breytingunni felst að bætt við vegtengingu við Hrafnagilshverfi frá Eyjafjarðarbraut auk þess sem núverandi tenging til norðurs er færð lítillega. Gert er ráð fyrir nýjum efnistökusvæðum í og við Eyjafjarðará.

Tillagan er til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, á vef sveitarfélagsins www.esveit.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á netfangið sbr@sbe.is eða í pósti til skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri eigi síðar en 27. apríl 2021.