Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar vegna verslunar og þjónustu í landi Ytri Varðgjár
Athugasemdafrestur er til 9. apríl 2021
Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018 – 2030, þar sem opnu svæði er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu. Áformað er að byggja þar baðstað og nýta vatnið úr Vaðlaheiðargöngum.
Tillagan er til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, á vef sveitarfélagsins www. esveit.is og hjá Skipulagstofnun. Á vef sveitarfélagsins er einnig hægt að skoða tillögu að deiliskipulagi svæðisins.
Athugasemdir þurfa að berast á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 605 Akureyri eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is eigi síðar en 9. apríl 2021.