Mál í kynningu


19.11.2019

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, vegna áforma um ferðaþjónustu að Grund í Jökuldal

Athugasemdafrestur er til 9. desember 2019

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, sem felur í sér að tilgreint er verslunar- og þjónustusvæði V38 til uppbyggingar fyrir ferðaþjónustu að Grund og að skilgreint er opið svæði til sérstakra nota O33 fyrir áfangastað austan árinnar. Tilgangur breytingarinnar er að auðvelda ferðafólki að njóta náttúru svæðisins og að innviðir séu fyrir hendi til að taka við vaxandi gestafjölda.

Tillagan er til sýnis á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs, á vef sveitarfélagsins www.fljotsdalsherad.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu Sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum eða á netfang gunnlaugur@fljotsdalsherad.is og dandy@fljotsdalsherad.is eigi síðar en 9. desember 2019.