Mál í kynningu


23.11.2021

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna Álfaáss, gistiþjónustu í landi Ketilsstaða á Völlum, Múlaþingi

Athugasemdafrestur er til 31. desember 2021

  • Álfaás

Sveitarstjórn Múlaþings hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Um er að ræða breytta landnotkun í landi Ketilsstaða á Völlum þar sem landbúnaðasvæði er breytt í verslunar- og þjónustusvæði.

Tillagan er til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins að Lyngási 12, Egilstöðum, á vef sveitarfélagsins mulathing.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast til skipulagsfulltrúa Múlaþings Lyngási 12, 700 Egilsstaðir eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is eigi síðar en 31. desember 2021.