15.9.2016

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna Ásgeirsstaða

Athugasemdafrestur er til 3. nóvember 2016.

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna frístundabyggðar á Ásgeirsstöðum.

Tillagan verður til sýnis til 3. nóvember 2016 á bæjarskrifstofum að Lyngási 12, Egilsstöðum, á www.fljotsdalsherad.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu Fljótsdalshéraðs eigi síðar en 3. nóvember 2016.