Mál í kynningu


20.9.2021

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi fyrrum Borgarfjarðahrepps, vegna verslunar- og þjónustusvæðis, Hótel Blábjörg

Athugasemdafrestur er til 29. október 2021

  • Hótel Blábjörg

Sveitarstjórn Múlaþings hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi fyrrum Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 sem tekur til stækkunar svæðis fyrir verslun- og þjónustu (BV6) um 700 m2 vegna áforma um allt að 600 m2 viðbyggingu á tveimur hæðum við Hótel Blábjörg. Breytingin leiðir til samsvarandi minnkunar á opnu svæði auk þess sem afmörkun á aðliggjandi svæði fyrir íbúðarbyggð (ÍB3) er leiðrétt.

Tillagan er til sýnis skrifstofu Múlaþings að Lynghálsi 12, Egilsstöðum, á vef sveitarfélagsins https://www.mulathing.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast til skipulagsfulltrúa Múlaþings, Lynghálsi 12, 700 Egilsstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is eigi síðar en 29. október 2021.