Mál í kynningu


22.12.2021

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar, vegna Garðaholts og Garðahverfis

Athugasemdafrestur er til 31. janúar 2022

  • Garðahverfi, Garðabæ

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 þar sem gerðar eru breytingar á afmörkun opins svæðis 1.89 og íbúðarsvæðis 1.76 auk minniháttar leiðréttinga á skipulagsuppdrætti til samræmis við greinargerð.

Tillagan liggur frammi í þjónustuveri Garðabæjar, á vef sveitarfélagsins http://www.gardabaer.is/ og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ eða á netfangið skipulag@gardabaer.is eigi síðar en 31. janúar 2022.