Mál í kynningu


10.12.2021

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grindavíkur vegna aðgengis og þjónustu við gosstöðvar og athafnasvæðis í Hraunsvík

Athugasemdafrestur er til 14. janúar 2022

  • Hraunsvík

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032. Um er að ræða skilgreindar framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í landi Hrauns og Ísólfsskála, til að bæta aðgengi að gosstöðvum í Geldingadölum og breytingu á landi Hraunsvíkur fyrir aðkomu sæstrengs og athafnasvæði fyrir aðstöðuhús og varaaflsstöð.

Tillagan er til sýnis í afgreiðslu bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62 (2.hæð), 240 Grindavík, á vef sveitarfélagsins www.grindavik.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast skriflega á netfangið atligeir@grindavik.is eða til Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, eigi síðar en 14. janúar 2022.