Mál í kynningu


11.4.2023

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grindavíkur vegna íbúðarbyggðar ÍB3 við Laut

Athugasemdafrestur er til 31. maí 2023

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 þar sem heimilt verður að byggja alls 7 íbúðir í rað- og parhúsum innan íbúðarbyggðar ÍB3 við Laut.

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins www.grindavik.is og í afgreiðslu á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62 (2. hæð) frá kl. 8.00 til 15.00 á þriðjudögum og fimmtudögum og frá kl. 9.30 til 15.00 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.

Athugasemdir þurfa að berast á á netfangið atligeir@grindavik.is eða til Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, 240 Grindavík, eigi síðar en 31. maí 2023.