Mál í kynningu


4.5.2023

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra vegna landnotkunarbreytinga á Hvammstanga

Athugasemdafrestur er til 16. júní 2023

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026. Í breytingartillögunni felst breyting á landnotkun á Hvammstanga m.a. stækkun íbúðarbyggðar.

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins www.hunathing.is

Athugasemdir þurfa að berast á netfangið skipulagsfulltrui@hunathing.is eða með bréfapósti stílað á skipulagsfulltrúa Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eigi síðar en 16. júní 2023.