Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps, efnistökusvæði, verslun og þjónusta, athafnasvæði
Athugasemdafrestur er til 21. ágúst 2017.
Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022 vegna fjölgunar efnistökustaða, nýs verslunar- og þjónustusvæðis að Sveinsstöðum, og nýs athafnasvæðis á Húnavöllum.
Tillagan er til sýnis til 21. ágúst 2017 á skrifstofu Húnavatnshrepps á Húnavöllum, á vefsíðu Húnavatnshrepps og hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b í Reykjavík.
Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu Húnavatnshrepps, Húnavöllum, 541, Blönduós eða á netfangið, hunavatnshreppur@hunavatnshreppur.is eigi síðar en 21. ágúst 2017