Mál í kynningu


19.3.2021

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi í Múlaþingi vegna athafnasvæðis í Innri Gleðivík á Djúpavogi

Athugasemdafrestur er til 30. apríl 2021

  • Innri Gleðivík

Sveitarstjórn Múlaþings hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020, sem felur í sér stækkun athafnasvæðis við Háukletta úr 4.570 m² í 9.450 m². Þar er gert ráð fyrir hreinlegri athafnastarfsemi sem tengist hafnsækinni starfsemi. Samhliða er auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir Innri Gleðivík.

Tillagan er aðgengileg á vef Múlaþings og einnig á skrifstofum sveitarfélagsins á Egilsstöðum og á Djúpavogi og hjá Skipulagsstofnun. Athygli er vakin á að í gegnum tengil á vef sveitarfélagsins má skoða deiliskipulagstillöguna í þrívídd.

Athugasemdir þurfa að berast til skipulagsfulltrúa Múlaþings, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrúi@mulathing.is til og með 30. apríl 2021.