Mál í kynningu


26.10.2022

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar vegna veglagningar yfir Dynjandisheiði

Athugasemdafrestur er til 8. desember 2022

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna áforma Vegagerðarinnar um að endurbyggja veg nr. 60 yfir Dynjandisheiði, frá sveitarfélagsmörkum í Dynjandisvog, með það að markmiði að hann nýtist sem heilsársvegur. Aðalskipulagsbreytingin felur í sér breytingu á legu vegar nr. 60 yfir Dynjandisheiði og fjögur ný efnistökusvæði (E21-E24). Um er að ræða veglínu D úr umhverfismati unnið fyrir Vegagerðina frá 16. mars 2020.

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins www.isafjordur.is.

Athugasemdir þurfa að berast til skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar, stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði, skriflega eða í tölvupósti á netfangið skipulag@isafjordur.is, eigi síðar en 8. desember 2022.