Mál í kynningu


24.11.2017

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Kópavogs, brú yfir Fossvog fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna

Athugasemdafrestur er til 17. janúar 2018

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 vegna Fossvogsbrúar fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna.

Tillagan er til sýnis í þjónustuveri Kópavogsbæjar, á kopavogur.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast til skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en 17. janúar 2017.