Mál í kynningu


4.8.2017

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar vegna verslunar og þjónustu við Skarhólabraut

Athugasemdafrestur er til 18. september 2017

  • Verslun og þjónusta Skarhólabraut

Bæjarstjórn hefur hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 þar sem landnotkun á reit austan gatnamóta Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar er breytt úr stofnanasvæði í svæði fyrir verslun og þjónustu (428-Þ).

Tillagan er aðgengileg   á vef sveitarfélagsins og er til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2 og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær eða með tölvupósti á netfang skipulagsfulltrúa olafurm@mos.is til og með 18. september.