Mál í kynningu


4.6.2021

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Múlaþings vegna ofanflóðavarna undir Bjólfi á Seyðisfirði

Athugasemdafrestur er til 9. júlí 2021

  • Bjólfur

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010-2030, sem felur í sér byggingu þriggja varnargarða undir Bjólfshlíðum, efnistökusvæði, skógræktar- og landgræðslusvæði og afþreyingar- og ferðamannasvæði.

Tillagan er til sýnis á skrifstofum sveitarfélagsins að Lyngási 12, Egilsstöðum og Hafnargötu 44, Seyðisfirði, á vef sveitarfélagsins www.mulathing.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast til skipulagsfulltrúa Múlaþings, Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is eigi síðar en 9. júlí 2021