Mál í kynningu


7.4.2021

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps, vegna efnistöku- og iðnaðarsvæðis í landi Fagradals og Víkur

Athugasemdafrestur er til 10. maí 2021

  • Fagradals og Víkur

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028 sem felst í því að núverandi efnistökusvæði E1 austan Víkur færist fjær fjöruborðinu/strandlínunni og skilgreint er nýtt efnistökusvæðis E21 í Fagradalsfjöru vegna áforma um vinnslu á sandi úr fjörunni. Einnig er skilgreint iðnaðarsvæði I3 sunnan þjóðvegar, innan þéttbýlismarka Víkur, til frekari vinnslu á sandinum.

Tillagan er til sýnis hjá skipulags- og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps, Austurvegi 17 í Vík, á vef sveitarfélagsins www.vik.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is eigi síðar en 10. maí 2021.