Mál í kynningu


2.1.2020

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Norðurþings, fiskeldis á Kópaskeri

Athugasemdafrestur er til 5. febrúar 2020

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030, sem felur í sér að breyta 4,3 ha athafnasvæði A3 á Röndinni á Kópaskeri í iðnaðarsvæði I1 fyrir fiskeldisstöð á landi, þar sem byggja má þjónustuhús, fiskeldisker og önnur tilheyrandi mannvirki.

Tillagan er til sýnis á sveitarstjórnarskrifstofum Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík og að Bakkagötu 10 á Kópaskeri. Ennfremur verður hægt að skoða tillöguna á vef sveitarfélagsins www.nordurthing.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík eigi síðar en 5. febrúar 2020.