Mál í kynningu


14.11.2024

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar vegna íbúðarbyggðar og opins svæðis í Dalshverfi

Athugasemdafrestur er til 31. desember 2024

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035 vegna stækkun íbúðarbyggðar (ÍB9) um 5 ha og fjölgun íbúða um 30 ásamt því að leiðrétta upphaflegan heildarfjölda íbúða í Dalshverfi. Við það minnkar opið svæði (OP18) að sama skapi.

Skipulagsgögn eru til sýnis á heimasíðu Reykjanesbæjar og í Skipulagsgátt.

Athugasemdir þurfa að berast í Skipulagsgátt eigi síðar en 31. desember 2024.