Mál í kynningu


24.7.2017

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Elliðabrautar 4-12, Norðlingaholti

Athugasemdafrestur er til 28. ágúst 2017. 

Borgarráð Reykjavíkur hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Elliðabrautar 4-12, Norðlingaholti.

Í tillögunni felst að athafnasvæði (AT3) er breytt í íbúðarsvæði (ÍB47) þar sem reisa á um 200 íbúðir í stað atvinnuhúsnæðis. Markmið breytingartillögunnar er að mæta aukinni eftirspurn eftir íbúðum, bæta ásýnd hverfisins og styrkja Norðlingaholt sem sjálfbært hverfi.

 

Tillagan er til sýnis í þjónustuveri Reykjavíkurborgar Borgartúni 12-14 og hjá Skipulagsstofnun.

Tillöguna má einnig skoða hér.

Athugasemdir þurfa að berast á Umhverfis- og skipulagssviðs, Borgartúni 12-14 eða á skipulag@reykjavik.is eigi síðar en 28. ágúst 2017.