Mál í kynningu


3.2.2020

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Korpulínu 1 og Rauðavatnslínu 1

Athugasemdafrestur er til 12. mars 2020

  • Korpulína og Rauðavatnslína

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Tillagan varðar breytingar á aðflutningskerfi Landsnets í austurhluta borgarinnar, annarsvegar breytingu á legu Korpulínu 1 frá tengivirki við Geitháls að tengivirki við Korpu, við Vesturlandsveg og hins vegar lítilsháttar tilfærslu á legu Rauðavatnslínu 1 í Hólmsheiði. Með breytingum á legu línanna er áformað að færa þær í jörð.

Tillagan er til sýnis í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12 – 14, á vef sveitarfélagsins og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á netfangið skipulag@reykjavík.is eða bréflega til umhverfis- og skipulagssviðs, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, eigi síðar en 12. mars 2020.