9.7.2021

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðar, Vesturvegur 4, Múlaþingi

Athugasemdafrestur er til 20. ágúst 2021

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010-2030 vegna Vesturvegar 4 á Seyðisfirði þar sem heimilt verður að vera með minniháttar atvinnustarfsemi samhliða búsetu.

Tillagan er til sýnis á skrifstofum sveitarfélagsins að Lyngási 12, Egilsstöðum og Hafnargötu 44, Seyðisfirði, vef sveitarfélagsins www.mulathing.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast til skipulagsfulltrúa Múlaþings, Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is eigi síðar en 20. ágúst 2021.