Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps, vegna Bæjaráss, afþreyingar- og ferðamannasvæðis við Stóru-Laxá
Athugasemdafrestur er til 3. mars 2023
Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029.
Í breytingunni felst að afþreyingar- og ferðamannasvæði AF2 við Stóru-Laxá, veiðihús er stækkað um 1 ha og landbúnaðarland minnkar sem því nemur.
Með breytingunni verður AF2 svæðið tvískipt þar sem gert er ráð fyrir nýju veiðihúsi á Bæjarási.
Skipulagsgögn eru til sýnis á vef embættis Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. www.utu.is.
Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu embættisins að Dalbraut 12, 840 Laugarvatn eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is eigi síðar en 3. mars 2023.